Skólafélagið & Framtíðin
Söngkeppni framhaldsskólanna
HÖFUNDUR
Hanna María Geirdal
23. Febrúar 2016
Hér má lesa um breytt fyrirkomulag vegna söngkeppni framhaldsskólanna. Næsta fimmtudag munu nemendur fá tækifæri til þess að kjósa um hvort MR taki þátt í keppninni í ár eða ekki. Það er því gríðarlega mikilvægt að sem flestir mæti. Þetta verður fyrsta málið sem tekið verður fyrir á fundinum, sem hefst kl. 15.

http://www.neminn.is/2016/02/tilkynning-vegna-fyrirkomulags-songkeppni-framhaldsskolanna-2016/

---

Í stuttu máli:
Þátttökugjald er 40.000 kr. Fyrir þann pening fær skóli að senda fulltrúa á æfingahelgi þar sem keppandinn fær æfingu með hljómsveit, myndataka & vinnsla, hár & förðun auk framkomunámskeiðs.
Eftir helgina mun dómnefnd velja 11 skóla sem komast áfram í aðalkeppnina. Tólfti skólinn verður kosinn með vinsældarkosningu eftir æfingahelgina og allir skólarnir fá eitt atkvæði.

Komist MR áfram í aðalkeppnina bætast við 30.000 krónur auk þess sem Skólafélagið skuldbindur sig til þess að selja amk 20 miða á keppnina.

Þetta myndi þá enda í 40.000-128.000 krónur sem Skólafélagið þyrfti að borga. Til samanburðar var þátttökugjaldið 2015 í kringum 50.000 í heildina.

SÍF tekur þó fram að þau séu til í að aðstoða nemendafélögin að safna styrkjum upp í þátttökugjaldið og það er eitthvað sem við gætum alveg nýtt okkur.

----

Her má lesa útskýringuna í heild sinni:
http://www.neminn.is/2016/02/tilkynning-vegna-fyrirkomulags-songkeppni-framhaldsskolanna-2016/