Skólafélagið & Framtíðin
Stefán sigar söngkeppni Skólafélagsins 2016
HÖFUNDUR
Hanna María Geirdal
13. Febrúar 2016
Stefán Rafn í 5. U kom, sá og sigraði söngkeppni Skólafélagsins 2016 í Silfurbergi, Hörpu, í gærkvöldi. Hann tók lagið "If I Aint Got You" með Alicia Keys.

Í öðru sæti var Guðrún Ýr Eyfjörð, 6. U, með lagið "Ó borg, mín borg" í eigin útsetningu. Sigrún Ebba Urbancic, einnig í 6. U, skipar þriðja sætið en hún söng lagið "Jealous" með Labrinth.

Keppnin í ár var sú glæsilegasta í sögu Skólafélagsins. Við viljum þakka öllum keppendum, hljómsveit, sviðs-, hljóð- og tæknimönnum í Hörpu, skipulagsteymi Skólafélagsins og síðast en ekki síst öllum sem gerðu sér ferð í Hörpu í gærkvöldi og nutu keppninnar með okkur. Takk.

Myndina tók Guðmundur Ingólfsson.