Skólafélagið & Framtíðin
Afmæli quaestors scholaris
HÖFUNDUR
Hanna María Geirdal
8. Febrúar 2016
Í gær átti Anton Emil Albertsson, quaestor scholaris, afmæli. Hann fagnaði 19 ára afmælisdegi sínum og óskar stjórn Skólafélagsins honum til hamingju með daginn fyrir hönd samnemenda hans og starfsfólks skólans.

Aðspurður segist Anton hafa eytt deginum í faðmi fjölskyldu og vina. Honum heilsast vel og hlakkar til næstu helgar, en þá stendur hann fyrir söngkeppni ásamt félögum sínum í Skólafélaginu. Hann hvetur samnemendur sína, velunnara og aðra til þess að kaupa miða á söngkeppnina, enda er hann gjaldkeri og mun þurfa að borga tap á keppninni ef til þess kemur.

Bestu kveðjur, góðar stundir.