Innskrá
Sveinbjörg Schram:

#skologram

Skólafélagið
Sun 6. Apr 2014

Nýkjörin Skólafélagsstjórn 2014-2015.

Sat 5. Apr 2014

Snillingarnir okkar Gunnar Thor, Páll Sólmundur, Pétur og Stefán Þór komust áfram í úrslit í Söngkeppni framhaldsskólanna eftir frábæra frammistöðu í undankeppninni í dag!

Allir að fylgjast með Barbara á RÚV kl. 20:45 í kvöld!

Sat 5. Apr 2014

Allir að kveikja á RÚV! Söngkeppnin er hafin!

Sat 5. Apr 2014

Thu 3. Apr 2014

Söngkeppni framhaldsskólanna verður sýnd í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu á laugardaginn!
Undankeppnin verður haldin kl. 13. Þetta er röðin á atriðunum - MR er nr. 17.

♫♫♫ Fylgist með ♫♫♫

1. Menntaskólinn við Hamrahlíð
2. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
3. Fjölbrautaskólinn við Ármúla
4. Menntaskólinn í Kópavogi
5. Menntaskólinn að Laugarvatni
6. Fjölbrautaskóli Suðurlands
7. Menntaskólinn á Akureyri
8. Menntaskóli Borgarfjarðar
9. Menntaskólinn við Sund
10. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
AUGLÝSINGAR
11. Fjölbrautaskóli Vesturlands
12. Menntaskólinn á Ísafirði
13. Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu
14. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
15. Menntaskólinn á Tröllaskaga
16. Verkmenntaskóli Austurlands
17. ♫♫♫ MENNTASKÓLINN Í REYKJAVÍK ♫♫♫
18. Iðnskólinn í Hafnarfirði
19. Kvennaskólinn í Reykjavík
20. Framhaldsskólinn á Húsavík
21. Tækniskólinn
AUGLÝSINGAR
22. Menntaskólinn á Egilstöðum
23. Fjölbrautaskóli Suðurnesja
24. Verslunarskóli Íslands
25. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
26. Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra
27. Fjölbrautaskóli Snæfellinga
28. Framhaldsskólinn á Laugum
29. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
30. Borgarholtsskóli
31. Verkmenntaskólinn á Akureyri

Wed 2. Apr 2014

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram laugardaginn 5. apríl í Hofi á Akureyri!

Undankeppnin verður frá kl. 13 - 16
En aðeins 12 atriði komast áfram í úrslit!

Úrslitakeppnin verður kl. 20

Bein útsending á Ríkissjónvarpinu frá báðum keppnunum. Þeir sem fara ekki til Akureyrar fylgjast þá að sjálfsögðu með heima í stofu ;)

ÁFRAM BARBARI!

Wed 26. Mar 2014

Hönnuðum Skólablaðsins Skinfaxa voru veittar 2 viðurkenningar nú í dag þegar FÍT verðlaunin voru afhent, árleg verðlaun og viðurkenningar á vegum Félags íslenskra teiknara (les: grafískir hönnuðir).

Hönnuðirnir, Geir Ólafsson og Þorleifur Gunnar Gíslason á Jónsson & Lemacks auglýsingastofu, fengu viðurkenningu í flokkunum Bókahönnun og Gagnvirk miðlun og upplýsingahönnun, annars vegar fyrir alla hönnnun blaðsins og svo grafíska úrvinnslu á skoðanakönnun blaðsins.

Umsögn dómnefndar:

Blaðið sjálft
„Hönnuðir ná að vinna mjög vel með erfitt viðfangsefni (t.d.
skólaballsmyndir), en með útsjónarsamri hönnun og fallegri
týpógrafíu ná þeir að búa til mjög flotta og skemmtilega bók.“

Skoðanakönnun
„Fallega leyst verkefni, sérstaklega skoðanakönnunin sem
gæti staðið ein og sér sem sjálfstætt listaverk.“

Tue 25. Mar 2014

Vegna erfiðra málaferla hefur útgáfa nýjasta Bingó þáttarins tafist. Á tímabili leit út fyrir að þátturinn kæmi ekki út en nú hafa allar kærur verið útkljáðar og dómsúrskurður liggur fyrir.

Þátturinn er kominn á netið!

Mon 24. Mar 2014

Eitt stykki Bingóþáttur væntanlegur á netið á morgun!!!

Hér er auglýsing sem Bingókrakkarnir gerðu fyrir Sporthúsið:

Mon 24. Mar 2014

Við óskum Agli Sigurði og Valtý til hamingju með glæsilegan sigur í Neo-deild í forritunarkeppni framhaldsskólanna í Háskólanum í Reykjavík sem haldin var um helgina.

Fri 21. Mar 2014

Fri 21. Mar 2014

Fri 21. Mar 2014

Við sendum póst á alla MR-inga þar sem skjal með breytingum á lögum Skólafélagsins sem samþykktar voru á skólafundi sem haldinn var í Cösukjallara í dag, 21. mars 2014 kl 13:30. Á fundinum sátu tæplega 80 manns. Uppfærð útgáfa af lögum Skólafélagsins verður aðgengileg undir "notes" á Skólafélags like-síðunni.

Ps. þar sem við sendum póstinn á nemendur@mr.is verður hann líklegast ekki kominn í pósthólf nemenda fyrr en eftir helgi því netþjónn skólans þarf að samþykkja alla pósta sem fer þar í gegn.

Thu 20. Mar 2014

MR-ingar ATH! Framhaldsskólanemendur um land allt fá ókeypis bokasafnsskírteini, frítt í sund og á söfn og verður boðið á titekna tónleika í Salnum á meðan verkfalli kennara stendur.

Wed 19. Mar 2014

ATH! Seinasti skólafundur fyrir kosningar!

Framtíðin
Tue 15. Apr 2014

Ný stjórn Framtíðarinnar tekin við. Hlökkum til næsta skólaárs, þetta verður eitthvað...

Thu 10. Apr 2014

Takk kærlega fyrir frábært Grímuball í gær! DJ Kanilsnælda, Reykjavíkurdætur og Sykur voru öll með mega show og MR-ingar dönsuðu sem enginn væri morgundagurinn.

Í edrúpottinum unnu:

Gjafabréf á Sbarro fá Kristófer Bjarmi Schram, 3.G, Guðrún Höskuldsdóttir, 4.Z og Sigrún Harpa Stefánsdóttir, 4.M

Tvö gjafabréf á Búlluna hvor fá Ása Bergný Tómasdóttir, 3.B, Hrafnhildur Jóna Daníelsdóttir, 4.S og Erla Gestsdottir,4.Z.

Tvo miða á Furðulegt háttalag hunds um nótt fær Ólöf Rún Guttormsdóttir, 3.G

Gjafakort í Skarthúsið fær Margrét Andrésdóttir, 3.F

Gjafakort í Dekurhornið fær Sandra Karlsdottir, 4.M

Gjafakort á B.K. kjúkling fær Ívar Skeggjason Þormar, 4.Z

Gjafabréf á Hlöllabáta fá Páll Ragnar Eggertsson, 4.X og Stefán Gunnlaugur Jónsson, 5.Z.

Gjafabréf á Bæjarins Beztu fá Þórey Ásgeirsdóttir, 5.R, Elínrós Birta Jónsdóttir, 3.H og Friðrik Árni Halldórsson, 5.Z.

Knús frá Rúna Halldórsdóttir fær svo Gissur Atli Sigurðarson sem var dreginn :)

Til hamingju öll!

Tue 8. Apr 2014

Búningaleiga Mario bræðra er tilbúin að gefa öllum meðlimum Framtíðarinnar 20-25% afslátt af leigu á búningum fyrir grímuballið

Meðfylgjandi er linkur á facebook síðuna. Pantanir fara fram í gegnum skilaboð á facebook eða í síma 7814237.

Nýtið ykkur þetta frábæra tilboð - sjáumst annað kvöld!

Tue 8. Apr 2014

Miðasala í dag til klukkan 18:00! Endilega tryggið ykkur miða tímanlega :)

Tue 8. Apr 2014

Vegna fjölda áskorana höfum við ákveðið að hleypa utanskóla-nemendum að líka. Minnum MR-inga á að allir þurfa að mæta í miðasölu, ekki er hægt að kaupa miða á skráningarblöðum.

Miðasalan verður á Amtmannsstíg

Þriðjudagur:
11:15-12:00 (MR-only)
15:00-18:00 (MR-only)

Miðvikudagur:
11:15-12:00 (Allir)
14:10-16:00 (Allir)

Mon 7. Apr 2014

GLEÐIFRÉTTIR! Við höfum fengið það staðfest að Grímuball Framtíðarinnar verður haldið miðvikudaginn næstkomandi!
Miðasala hefst á Amtmannsstíg kl 16 í dag!
HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR!

Sat 5. Apr 2014

Við óskum strákunum í Barbara innilega til hamingju með að hafa komist upp úr undanúrslitum og sendum hlýja strauma norður.

Minnum alla á að fylgjast með í kvöld og kjósa - hvert atkvæði skiptir máli!

Fri 28. Mar 2014

Ennþá virðast vera tæknilegir örðugleikar með vefumsóknir. Erfitt er að opna vefslóðina http://kosningar.mr.is/vefumsokn/ í einhverjum tegundum af tölvum svo ef fólk lendir í þeim vandræðum endilega athugið slóðina í annarri tölvu.

Ef ekkert gengur þá sendið inn framboð ykkar á kjorstjorn@gmail.com.
Þar skal fylgja með framboðsmynd auk framboðsgreinar og tekið fram hverjir tilheyra framboðinu ef um listakosningu er að ræða.

Thu 27. Mar 2014

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ

Á aðalfundinum mun fara fram endurkosning milli þeirra Odds Atlasonar og Stefáns Gunnlaugar Jónsson.

Vegna kvartana sem bárust vegna fyrirkomulags fyrri fundar og þar sem að aðeins eitt atkvæði skar úr um úrslit milli Stefáns og Odds þá var að lokum sú ákvörðun tekin innan kjörstjórnar að málunum væri best háttað með endurkosningu milli Stefáns og Odds.

Árni Beinteinn Árnason heldur sínu sæti þar sem hann hlaut í gær meirihluta atkvæða.

Wed 26. Mar 2014

Þeir Árni Beinteinn Árnason og Stefán Gunnlaugur Jónsson komust áfram í forkosningunum til forseta Framtíðarinnar 2014-2015.
Við óskum þeim góðs gengis í komandi kosningaviku!

Tue 25. Mar 2014

Nýja sjónvarpsstöðin Bravó efnir til Foosball móts Framhaldsskóla höfuðborgarsvæðisins á næstu vikum!
Tökur fara fram í sjónvarpsstúdíói Bravó að Krókhálsi 6, 110 RVK. Tökur munu fara fram á milli 18:30-20:00 (með fyrirvara um breytingu)

Keppnin verður sýnd á Bravó í sjónvarpinu og www.bravotv.is og eru glæsilegir vinningar í boði fyrir sigurliðin en einnig verða veitt verðlaun fyrir bestu búningana!

Tveir fulltrúar koma frá hverjum skóla og val er um að hafa þriðja mann sem þjálfara.

Ef þú hefur áhuga endilega sendu þá póst á framtidin@mr.is eða skilaboð hér á facebook! ;)

Mon 24. Mar 2014

Hæ krakkar, hvetjum alla eindregið til þess að fara inn á MR-póstinn sinn og svara könnun sem Góðgerðafélagið sendi út um helgina. Könnunin er um það hvaða málefni við viljum styrkja með peningunum sem söfnuðust í Góðgerðavikunni :)

Fri 21. Mar 2014

Embætti og undirfélög til kosninga 2014
Embætti og undirfélög
Kosningar 2014

Föstudaginn 4. apríl verðurkosið í öll embætti Skólafélagsins og Framtíðarinnar fyrir næsta skólaár. Opnaðverður fyrir framboð á vefslóðinni www.kosningar.mr.is/vefumsokn miðvikudaginn 26. mars kl. 18:00. Framboðsfrestilýkur svo föstudaginn 28. mars kl. 18:00.Þeir sem ekki skila inn framboði innan þess tíma geta ekki boðið sig fram.

Ef einhverjar frekari spurningarvakna skuluð þið ekki hika við að hafa samband við kjörstjórn í gegnumnetfangið kjorstjorn@gmail.com.


Skólafélagið

Hér má finna helstu upplýsingarum þau embætti Skólafélagsins sem í boði eru. Einnig má lesa um embættin ílögum Skólafélagsins í Morkinskinnu eða á vefsíðu félaganna en við bendum á aðnýjustu útgáfu laganna má nálgast á Facebook-síðu Skólafélgasins undir „notes“.


Inspectorscholae (1)
Inspectorscholae er forseti Skólafélagsins og hefur yfirumsjón með allri starsemi þess.Hann kemur fram fyrir hönd nemenda og gætir hagsmuna þeirra út á við oggagnvart rektor og starfsmönnum skólans. Auk þess er inspector scholae annarfulltrúa nemenda í Skólaráði. Inspector scholae skal kosinn úr fimmta bekk ogsitja í þeim sjötta.

Scribascholaris (1)
Scribascholaris er ritari og varaforseti Skólafélagsins. Hann ritar fundargerðir áfundum Skólafélagsstjórnar og ritar gerðarbækur skólafunda. Scriba scholarissér um útgáfu skólaskírteina, Morkinskinnu og símaskrárinnar Sveinbjargar oghefur auk þess umsjón með öllu auglýsingastarfi Skólafélagsins. Scribascholaris skal kosinn úr þriðja, fjórða eða fimmta bekk og sitja í þeim fjórða,fimmta eða sjötta.

Quaestorscholaris (1)
Quaestorscholaris er gjaldkeri Skólafélagsins og hefur því umsjón með öllu sem tengistfjármálum Skólafélagsins. Bankareikningur Skólafélagsins er í höndum quaestorsscholaris og er það hann sem sér um að greiða reikninga félagsins og haldabókhald yfir fjárstreymi þess.
Quaestorscholaris skal kosinn úr fjórða eða fimmta bekk og sitja í þeim fimmta eðasjötta.

Collegae (2) – Einstaklingskosning
Collegae eru meðstjórnendur Skólafélagsins ogsitja tveir slíkir í stjórn félagsins. Collegae hafa yfirumsjón meðSkemmtinefnd og skulu ásamt henni sjá um framkvæmd á Söngkeppni Skólafélagsins.Þeir skulu auk þess sjá til þess ásamt Skemmtinefnd að Neminn (litlir viðburðirí Cösu, gjarnan í hádegishléum) sé haldinn reglulega.

Inspector platearum (1)
Inspector platearum er klukkuvörður skólans oghringir inn og út úr kennslustundum. Þetta er elsta embætti skólans. Mælst ertil að inspector platearum sé stundvís og með óaðfinnanlega mætingu, en það erþó ekki skylda. Inspector platearum fær frítt á öll böll Skólafélagsins skv.lögum. Inspector platearum skal kosinn úr fimmta bekk og sitja í þeim sjötta.

Inspector instrumentorum (1)
Inspector instrumentorum er tækjavörðurMenntaskólans og hefur umsjón með öllum tækjabúnaði Skólafélagsins og skalhalda skrá yfir þau.

Markaðsstjóri Skólafélagsins (1)
Markaðsstjóri Skólafélagsins hefur yfirumsjón með markaðsmálumSkólafélagsins. Markaðsstjóri hefur heildaryfirsýn yfir markaðsmálum fyrir Morkinskinnu,MT, Skólablaðsins Skinfaxa og Herranótt. Markaðsstjóri sér um að fjármagna ýmsaviðburði Skólafélagsins t.d. árshátíðina og söngkeppnina. Markaðsstjóri skalvelja 5-7 meðlimi í markaðsnefnd Skólafélagsins ú hópi umsækjenda í samráði viðstjórn Skólafélagsins.

Skólaráðsfulltrúi (1)
Skólaráðsfulltrúi situr fyrir hönd nemenda íSkólaráði ásamt inspector scholae, rektor, konrektor, kennslustjóra og tveimurfulltrúum kennara. Fundað er vikulega þar sem farið er yfir umsóknir fránemendum í sambandi við ýmis mál, t.d. þegar sótt er um leyfi fyrir keppnis-,æfinga- eða utanlandsferðir og annað slíkt. Skólaráðsfulltrúi þarf ekki að verafélagi í Skólafélaginu.

Skólanefndarfulltrúi (1)
Skólanefndarfulltrúi situr fyrir hönd nemendaí Skólanefnd ásamt rektor, fulltrúum foreldra, fulltrúum kennara og fulltrúaforeldraráðs. Skólanefnd hittist afar sjaldan en í Skólanefnd er m.a. rætt umhúsnæðis- og fjármál skólans. Skólanefndarfulltrúi þarf ekki að vera félagi íSkólafélaginu.

Síf-ari (2) - Einstaklingskosning
Hvert aðildarfélag í SÍF skal útnefna einnfulltrúa, svokallaðan Sífara. Hlutverk hans er að vera tengliliður við SÍF. SÍFvæntir þess af aðildarfélögum að haldnar verði árlegar lýðræðislegar kosningarí hlutverk Sífara auk varamanns. Síf-ari og varamaður þarf ekki að vera félagi í Skólafélaginu.


Listafélagið (6) -Einstaklingskosning
Listafélagið sér umað efla listræna starfsemi í skólanum með því að sjá um framkvæmdtónsmíðakeppninnar Orrans og halda a.m.k. eina listaviku. Í Listafélaginu sitjasex manns. Sá sem hlýtur flest atkvæði gegnir embætti forseta Listafélagsins.Listafélagið sér um að auglýsa eftir meðlimum í fótmenntadeild og skipa í hana.Fótmenntadeild sér um að semja og kenna árshátíðardans Skólafélagsins.

Íþróttaráð (3-6) –Listakosning
ÍþróttafélagMenntaskólans í Reykjavík sér um skipulagningu og framkvæmd alls sem lýtur aðíþróttastarfi á vegum Skólafélagsins. Tilgangur félagsins er að efla áhuganemenda á íþróttum og auka kynni nemenda allra árganga. Stjórn Íþróttafélagsinser kosin með listakosningu og skal listinn vera skipaður þremur til sex mönnum.

ForsetiFerðafélagsins (1)
ForsetiFerðafélagsins fer með stjórn Ferðafélags Menntaskólans í Reykjavík og sérjafnframt um fjármál þess. Honum er heimilt að skipa gjaldkera og meðstjórnandasér til aðstoðar. Tilgangur Ferðafélagsins er að hvetja til útivistar.Ferðafélagið skal skipuleggja ferðir í Selið og skíðaferð í samráði við rektor.

Eques scholae (1)
Eques scholae erformaður Reglu hins brennandi fáks. Hann stjórnar starfi reglunnar og sér umfjármál hennar. Eques scholae er heimilt að skipa sér meðstjórnanda er nefnistarmigeri equitis. Tilgangur Reglu hins brennandi fáks er að kynna nemendurskólans fyrir hestamennsku og hestaíþróttum og taka þátt í þeimíþróttaviðburðum sem Hestanefnd Félags framhaldsskólanema stendur fyrir.

Ljósmyndafélagið(3) – Einstaklingskosning
Í stjórnLjósmyndafélags Menntaskólans í Reykjavík sitja þrír menn; formaður og tveirmeðstjórnendur. Tilgangur félagsins er að efla áhuga nemenda á ljósmyndun ogskal félagið, í samráði við stjórn Skólafélagsins, sjá til þess að festir séu áfilmu helstu atburðir skólalífsins. Þrír menn eru kosnir í stjórnLjósmyndafélagsins með einstaklingskosningu og skal sá þeirra sem flest atkvæðihlýtur verða formaður félagsins.


RitnefndMenntaskólatíðinda (3-6) – Listakosning
RitnefndMenntaskólatíðinda sér um útgáfu Menntaskólatíðinda. Þau skulu gefin út a.m.k.þrisvar á hvoru misseri. Ritnefndin er kosin með listakosningu og skal hverlisti vera skipaður þremur til sex manns. Kosnir eru tveir listar en sá listisem flest atkvæði hlýtur fær að velja hvort hann starfi á haust- eðavormisseri.

Bingó (5-7) –Listakosning
Bingó sér um gerðskemmtiþáttarins Bingó. Hann skal sýndur a.m.k. tvisvar á hvoru misseri íCösukjallara. Nefndinni er frjálst að bæta við sig allt að tveimur meðlimum semvaldir skulu með viðtölum í byrjun misseris. Bingónefndin er kosin meðlistakosningu og skal hver listi vera skipaður fimm til sjö mönnum. Kosnir erutveir listar en sá listi sem flest atkvæði hlýtur fær að velja hvort hannstarfi á haust- eða vormisseri.

Ritnefnd Vetrar(2-5) – Listakosning
Ritnefnd Vetrar sérum útgáfu Vetrar, blaðs sem inniheldur myndir úr félagslífi nemenda. Vetur skalkoma út einu sinni á ári á vormisseri fyrir dimission. Í ritnefnd Vetrar erutveir til fimm menn og skal einn úr þeirra hópi sinna formennsku og ber hanntitilinn Vetur konungur. Ritnefnd Vetrar er kosin með listakosningu og skallistinn vera skipaður tveimur til fimm mönnum.

Leiknefnd (5) –Listakosning
Leiknefnd sér umHerranótt, hinn árlega skólaleik nemenda. Einnig skal Leiknefnd standa fyrirleiklistarnámskeiði fyrir nemendur að hausti. Leiknefnd er kosin meðlistakosningu og skal listinn vera skipaður fimm mönnum. Þeir velja formann,ritara, gjaldkera og markaðs- og kynningarstjóra úr sínum hópi.

Myndbandsnefnd (3)– Listakosning
Myndbandsnefndannast myndbandsupptökur á helstu viðburðum skólalífsins ásamt upptökum ábusamyndbandi og árshátíðarmyndbandi. Einnig er mælst til þess aðmyndbandsnefnd hafi samstarf við auglýsinganefnd um auglýsingagerð fyrir helstuviðburði Skólafélagsins. Myndbandsnefnd er kosin með listakosningu og skallistinn vera skipaður þremur mönnum.


Margmiðlunarnefnd(4) – Einstaklingskosning
Innan Skólafélagsins starfar 4 manna margmiðlunarnefnd. Nefndin skal veratil taks við margmiðlun hjá Skólafélaginu svo sem uppsetningu blaða, miða ogplakata.


Félagsheimilisnefnd(3-6) – Listakosning
Félagsheimilisnefndsér um veitingasölu í Kakólandi ásamt Laufeyju, Margréti og Rögnu. Nefndin séreinnig um þrif í Cösukjallara. Félagsheimilisnefnd er kosin með listakosninguog skal listinn vera skipaður þremur til sex mönnum.

Lagatúlkunarnefnd(3) – Einstaklingskosning
Lagatúlkunarnefnd erþriggja manna nefnd sem sker úr um ágreiningsefni sem af túlkun lagaSkólafélagsins kynni að hljótast. Nefndarmenn nefnast praetores og eru einuembættismenn Skólafélagsins sem inspector scholae getur ekki vísað úr embætti.Þrír menn eru kosnir í Lagatúlkunarnefnd með einstaklingskosningu og skal sá semflest atkvæði hlýtur vera formaður nefndarinnar.

Skemmtinefnd (3-4)– Listakosning
Skemmtinefnd sér umframkvæmd söngkeppninnar og skal vera collegae innan handar við framkvæmdNemans (litlir viðburðir í Cösu, gjarnan í hádegishléum). Auk þess skal Skemmtinefndaðstoða stjórn Skólafélagsins við skipulagningu dansleikja. Nefndarmenn nefnastaediles og skal einn vera formaður nefndarinnar. Kosið er í Skemmtinefnd meðlistakosningu og skal listinn vera skipaður þremur til fjórum mönnum.

Ritnefnd SkólablaðsinsSkinfaxa (5-7) – Listakosning
RitnefndSkólablaðsins Skinfaxa sér um útgáfu Skólablaðsins Skinfaxa, en í ritinu erugefin út blöðin Skólablaðið (fyrst gefið út 1926) og Skinfaxi (fyrst gefið út1898). Ritnefnd velur gjaldkera, ritara og markaðsstjóra úr sínum hópi og skalSkólablaðið Skinfaxi koma út einu sinni á ári. Ritnefndin heyrir bæði undirSkólafélagið og Framtíðina. Ritnefnd Skólablaðsins Skinfaxa er kosin meðlistakosningu og skal listinn vera skipaður ritstjóra ásamt fjórum til sexmönnum.


Framtíðin

Hér má finna helstu upplýsingarum þau embætti Framtíðarinnar sem í boði eru. Einnig má lesa um embættin ílögum Framtíðarinnar á vefsíðu nemendafélaganna.


Forseti Framtíðarinnar (1)
ForsetiFramtíðarinnar hefur yfirumsjón með öllu starfi félagsins. Hann stjórnar fundumog öðrum samkomum Framtíðarinnar. Forseti gætir hagsmuna félagsmanna í hvívetnaog er fulltrúi þeirra út á við. Hann getur vikið embættismönnum úr starfi oggetur neitað að skrifa undir lög sem samþykkt hafa verið á aðalfundi. Kl.15 miðvikudaginn 26. mars fer fram félagsfundur Framtíðarinnar þar semframbjóðendur til forseta kynna sig og stefnumál sín. Ef frambjóðendur erufleiri en tveir verður kosið um það hverjir fá að halda áfram framboði sínu ogganga í stofur til að kynna stefnumál sín í kosningavikunni. Þess má geta aðallir nemendur í 3.-5. bekk, sem skráðir eru í Framtíðina, eru kjörgengir tilforseta Framtíðarinnar.

Stjórn Framtíðarinnar (4) -Einstaklingsframboð
StjórnFramtíðarinnar, ásamt forseta, skipuleggur starf félagsins. StjórnFramtíðarinnar skipa ritari, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur en annar þeirraer umsjónarmaður Sólbjarts. Nýkjörinn forseti raðar nýkjörnum stjórnarmeðlimumí þessar stöður eftir kosningarnar. Hefð er fyrir því að sá atkvæðahæsti verði ritariog varaforseti en það er þó engin regla og hefðina má rjúfa ef sá fílingur er ímönnum. Þess má geta að allir nemendur í 3.-5. bekk, sem skráðir eru íFramtíðina, eru kjörgengir til stjórnar Framtíðarinnar.
Meðöðrum orðum: Þeir fjórir, sem eru atkvæðahæstir í kosningunum, komast í stjórn.Þeim er raðað í stöður eftir á.
Hverog einn kjósandi má kjósa allt að þrjá í stjórn.Sólbjartsnefnd (3) - Listaframboð
Ísólbjartsnefnd sitja þrír aðilar sem sjá um framkvæmd Sólbjarts(innanskólaræðukeppninnar) og Ratatosks (innanskólaspurningakeppninnar) ásamtumsjónarmanni Sólbjarts. Kosið er með listakosningu - þ.e.a.s. þriggja mannahópar bjóða sig fram saman.

Ritstjórn Loka Laufeyjarsonar(4-6) - Listaframboð
RitstjórnLoka Laufeyjarsonar ritstýrir hinu forna riti, Loka Laufeyjarsyni, sem fyrstvar gefið út árið 1997. Á hverju skólaári sitja tvær ritstjórnir - önnur áhaustmisseri og hin á vormisseri. Þeir tveir listar, sem flest atkvæði hljóta íkosningunum, verða því í ritstjórn. Sá listi, sem hlýtur flest atkvæði, má ráðaá hvoru misserinu hann starfar en listinn í öðru sæti starfar á hinu misserinu.Hvor ritstjórn fyrir sig skipar einn gjaldkera úr sínum hópi en hann skal haldautan um markaðsmál. Með öðrum orðum: Hver listi verður að innihalda 4-6 manneskjurog tveir efstu listarnir komast að.

Le pré, forseti Róðrafélagsins(1)
Róðrafélagiðer elsta undirfélag Framtíðarinnar (stofnað 1929). Aðalhlutverk le pré (forsetaRóðrafélagsins) er að sjá um stuðningslið MR-inga á keppnum - t.d. MORFÍs,MR-ví og Gettu betur. Hann skipar þrjá menn sér til aðstoðar, l'as, le pen ogle gosse en sá síðastnefndi skal sitja í 3. bekk. Frambjóðendur þurfa þó ekkiað hafa áhyggjur af þessu - le pré þarf ekki að skipa í þessar stöður strax. Efle pré situr í 6. bekk heldur hann busaræðuna svokölluðu á busadeginum. Þaðþykir mikill heiður. Þótt Róðrafélagið hafi upphaflega verið stofnað til að sjáum róður MR-inga, eftir að Jónas frá Hriflu gaf nemendum báta, hefur þaðhlutverk minnkað allverulega.
Meðöðrum orðum: Róðrafélagið (þrátt fyrir nafnið) hugsar um hróður MR-inga, ekkiróður. Frambjóðendur mega koma úr 3.-5. bekk.

Góðgerðafélagið (3-5) - Listaframboð
MarkmiðGóðgerðafélags Framtíðarinnar er að safna fé til styrktar góðu málefni - ogeinnig allt annað sem meðlimir félagsins telja vera góðgerðamál. Félagið sér umviðburðinn „gleði til góðgerða“ en undanfarin ár hefur tíðkast að hafa heilaviku tileinkaða þeim viburði. 3-5 manns bjóða sig fram saman.

Myndbandanefnd (3-5) -Listaframboð
Myndbandanefndhefur ýmsum skyldum að gegna. Hún sér um MR-ví-myndbandið (sem sýnt er í Bláasal í hléi á MR-ví-ræðukeppninni), árshátíðarmynd Framtíðarinnar, auglýsingarfyrir stærri viðburði og ýmislegt fleira. 3-5 manns bjóða sig fram saman.

Forseti Vísindafélagsins (1)
Vísindafélagiðer eitt elsta undirfélag skólans en það var enginn annar en Ólafur RagnarGrímsson sem stofnaði það árið 1960. Kosið er í einstaklingsembætti fyrirForseta vísindafélagsins. Hann heldur Haustþing vísindafélagsins þar sem tveiraðrir stjórnarmeðlimir verða kosnir. Markmið félagsins er að efla áhuga nemendaá vísindum og gangast fyrir kynningu á hinum ýmsu greinumvísindanna, til dæmis með fyrirlestrahaldi, kynnisferðum, umræðuhópum ogútgáfustarfsemi. Einnig á félagið að sjá um útgáfu vísindaritsins De rerumnatura.

Spilafélagið (3) - Listaframboð
Tilgangur Spilafélagsins er að gera meðlimi Framtíðarinnar að sem bestumspilurum. Spilafélagið á að halda spilakvöld og efla áhuga MR-inga á spilum.Þetta er listaframboð og þarf listinn að samanstanda af þremur nemendum.

Skákfélagið (3) - Einstaklingsframboð
Skákfélagið heldur skákmót minnst einu sinni á vetri og skákæfingum minnst einusinni í mánuði. Þetta er einstaklingsframboð, en þrír komast inn.

Zéra Zkáldzkaparfélagzinz (1)
Zérann sér um zkáldzkaparfélagið, en það sér um að efla skáldskap, ritfærni oglífsgleði félaga Framtíðarinnar. Zkáldzkaparfélagið á að gefa út ljóð félaga ogársritið Yggdrazil, halda skáldskaparkvöld að minnsta kosti tvisvar á misseriog sjá um ZT, Zkáldzkapartíðindi. Stjórn Zkáldzkaparfélagzinz skipar íritstjórnir Yggdrazils og ZT. Einnig er markmið félagsins að fá bókstafinn Z ííslenska stafrófið aftur. Þetta er einstaklingsframboð

Umsjónarmaður fiskabúrs (1)
Umsjónarmaður fiskabúrs sér um fiskabúr Framtíðarinnar á Amtmannsstíg. Þetta ereinstaklingsframboð.

Tímavörður Framtíðarinnar (1)
TímavörðurFramtíðarinnar sér um tímatökur á Sólbjarti, innanskólaræðukeppniFramtíðarinnar. Tímavörður Framtíðarinnar sér einnig um tímatökur áræðukeppnum, sem Menntaskólinn í Reykjavík tekur þátt í, svo sem á MR-ví-degiog MORFÍs-keppnum. Þetta er einstaklingsframboð.

Gjörningafélagið (3-5) - Listaframboð
Gjörningafélagið sér umað skipuleggja gjörninga. Félagið skal framkvæma a.m.k. þrjá stærri gjörninga áhvoru misseri skólaársins. Þetta er listakosning og leyfilegur fjöldi nemenda íhverjum lista eru þrír til fimm.

Spáfélagið (3) - Listaframboð
Markmið félagsins er að færa félagsmönnum Framtíðarinnar spádóma um skólalífið.Fyrir félaginu fer spámaður eða spákona. Stjórn félagsins samanstendur afspámanni/spákonu og tveimur spekúlöntum. En raðað er í stöður eftir kosningar.

Ljósmyndarar (2-3) – Einstaklingsframboð
Ljósmyndarar Framtíðarinnar taka ljósmyndir á viðburðum og atburðum semFramtíðin og undirfélög Framtíðarinnar standa fyrir. Þeir fá afslátt afviðburðum Framtíðarinnar, svo lengi sem þeir sinna embættisverkum sínum áviðkomandi viðburðum.

Blóraböggull (1)
Blóraböggli Framtíðarinnar ber skylda til að taka á sig sökina af öllu semmiður fer hjá Framtíðinni. Hann skal leitast við að viðurkenna sök sína svo semflestir nemendur verði varir við en ef MorfÍs-keppni tapast ber honum skyldatil að birta á heimasíðu Framtíðarinnar yfirlýsingu þess efnis að aðeins sé viðhann að sakast vegna tapsins.

Formaður Frúardags (1)
Leikfélag Framtíðarinnar. Frúardegi er skylt að sýna að minnsta kosti einaleiksýningu í Cösu á hverju skólaári. Leikfélaginu er stýrt af einum dux dieifeminae. Dux diei feminae (formaður Frúardags) sér um að velja leikhópFrúardags og á öllum að vera heimilt að sækja um viðveru í leikhópnum.

Leynifélagið (3) - Einstaklingsframboð
Félagið skipa þrír „leynimakkarar“ sem skulu ríkja nafnlaust og íleyni. Verði upplýst um leynimakkara skal hann undir eins láta af embætti.
Forseti Framtíðarinnar fær einn að vita hverjirskipa Leynifélagið. Er honum frjálst að tilkynna völdum embættismönnumstjórnskipun félagsins. Leynimakkarar skulu funda minnst tvisvar á ári ásérstökum leynifundum og skulu ályktanir funda auglýstar á veggjum skólans.
ATH! FRAMBOÐ Í LEYNIFÉLAGIÐ MEGA EINÖNGU BERASTÁ LILJADG@GMAIL.COM. Framboð sem berastannað eru umsvifalaust gerð ógild.

Fri 21. Mar 2014

Margir spennandi fyrirlestrar hér, endilega kíkið á linkinn.

Nóvember 2013
SunMánÞriMiðFimFösLau
     
1

LAN

Sokkaballið

2
3
4

Góðgerðarvika

5

Góðgerðarvika

6

Góðgerðarvika

7

Góðgerðarvika

8

Góðgerðarvika

9
10
11

Listavika

12

Listavika

13

Listavika

Stelpukvöld

14

Listavika

Orrinn

15

Listavika

16
17
18

Jóla- og leynivinavika

19

Jóla- og leynivinavika

20

Jóla- og leynivinavika

21

Jóla- og leynivinavika

22

Jóla- og leynivinavika

23
24
25
26
27
28
29
30
Desember 2013
SunMánÞriMiðFimFösLau
1
2
3

Jólapróf hefjast

4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19

JÓLABALL!

20

Einkunnaafhending

21

Jólafrí

22

Jólafrí

23

Jólafrí

24

Jólafrí

25

Jólafrí

26

Jólafrí

27

Jólafrí

28

Jólafrí

29

Jólafrí

30

Jólafrí

31

Jólafrí

    
Janúar 2014
SunMánÞriMiðFimFösLau
   
1

Jólafrí

2

Jólafrí

3

Jólafrí

4

Jólafrí

5

Jólafrí

6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16

Fjórleikarnir

17
18
19
20

Megavika

21

Megavika

22

Megavika

23

Megavika

24

Megavika

25
26
27

Söngkeppnisvika

28

Söngkeppnisvika

29

Söngkeppnisvika

30

Söngkeppnisvika

31

Söngkeppnin

 
Febrúar 2014
SunMánÞriMiðFimFösLau
      
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17

Árshátíðarvika

18

Árshátíðarvika

19

Árshátíðarvika

20

Árshátíð Framtíðarinnar

21

Vorhlé

22

Vorhlé

23

Vorhlé

24

Vorhlé

25

Herranæturvika

26

Herranæturvika

27

Herranæturvika

28

Frumsýning Herranætur

 
Mars 2014
SunMánÞriMiðFimFösLau
      
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10

Megavika

11

Megavika

12

Megavika

13

Megavika

14

Megavika

15
16
17
18
19
20
21
22
23
24

Grímuballsvika

25

Grímuballsvika

26

Grímuballsvika

27

Grímuball

28
29
30
31

Kosningavika

     
Apríl 2014
SunMánÞriMiðFimFösLau
  
1

Kosningavika

2

Kosningavika

3

Kosningavika

4

Kosningadagur

5
6
7
8
9
10
11

Dimissio

12

Páskafrí

13

Páskafrí

14

Páskafrí

15

Páskafrí

16

Páskafrí

17

Páskafrí

18

Páskafrí

19

Páskafrí

20

Páskafrí

21

Páskafrí

22

Páskafrí

23
24

Sumardagurinn fyrsti

25
26
27
28
29
30

Kennslulok

   
Maí 2014
SunMánÞriMiðFimFösLau
    
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19

Lilja forseti tvítug

20
21
22
23
24
25
26
27

Einkunnaskil

28

Prófsýning

29
30

Útskrift

31